SMÁRÉTTINGAR ALVEG RÉTT - STRAX! Opnunartími verkstæðis er frá 9:00 -18:00 alla virka daga.
|
Réttingar, mössun, lakkhreinsun eða blettun.28.03.12
Velkomin á heimasíðu Smáréttinga ehf! Smárettingar er fyrirtæki sem er umhugað um útlitið. Í orðsins fyllstu merkingu. Við höfum nýverið flutt okkur um set í nýtt og stærra húsnæði, uppfært heimasíðuna og fjárfest í stórglæsilegu ljósaskilti. Við erum eina fyrirtækið sem sérhæfir sig í að fjarlægja smáldældir af bílnum án þess að mála. Við réttum bílinn samdægurs. Við fjarlægjum grunnar rispur og endurheimtum glansandi áferð lakksins með mössun. Áralöng reynsla og fagleg þekking tryggja stöðug gæði okkar mössunar. Við lakkhreinsum bíla, t.a.m. vegna málningarúða eða trjákvoðu (af öspum). Einnig fjarlægjum við merkingar af bílum og mössum á eftir (að sjálfsögðu). Við framkvæmum minniháttar lakkviðgerðir með blettun. Minniháttar ryðskemmdir er mikilvægt að uppræta um leið og þær koma fram og styðjumst við þar við þrautreynda verkferla og bestu fánlegu efni. Við bjóðum upp á mössun framljósa sem er nýung á Íslandi. Með tímanum verða framljós úr plasti bæði mött og rispuð og geta þannig skapað hættu í umferðinni. Farið er að bera á því að bílar fá ekki endurskoðun vegna þessa. Framljós geta verið óskaplega dýr en okkar valkostur, að að pólera yfborð þeirra og endurnýja rispuvörnina er mun ódýrari lausn en endurnýjun ljósanna. Við setjum Bryngljáa á bílinn. Hér er um grimmsterka vörn að ræða sem verndar yfirborð bílsins fyrir alskyns ákomum eins og rispum v. þvottakústa, eldfjallaösku eða vatnsbletta vegna brennisteinsúrfellis. Einnig auðveldar bryngljái alla umhirðu bílsins en hann myndar t.a.m. bónhúð á bílnum sem endist árum saman. Við leggjum okkur fram við bjóða þægilega og persónulega þjónustu, bestu verðin og hámarksgæði í öllu er varðar viðhaldi á útliti bílsins. Flest okkar verkefni reynum við að inna af hendi samdægurs og eru verð okkar eftir því.
Það er nefnilega ekki einleikið hversu margar dældir bjóðast á fullu verði á bílasölum landsins og alger óþarfi að sætta sig við það! |
Smáréttingar ehf. | Smiðjuvegur 36 (gul gata ) | Sími: 588 4644 / 895 4644 | Netfang: [email protected]